App for LSH patients

Latest Version

Version
Update
Dec 4, 2024
Developer
Category
Google Play ID
Installs
10,000+

App APKs

Landspítali APP

Með Landspítalaappinu getur þú fengið mikilvægar upplýsingar um þig og dvöl þína á spítala í snjalltækjum hvar og hvenær sem er um leið og þú skráir þig inn með rafrænum skilríkjum. Við innskráningu getur þú samþykkt að fá tilkynningar frá Landspítala beint í síma til að geta fylgst með þróun mála í rauntíma.

Í appinu getur þú fengið eftirfarandi upplýsingar:

- Innlögn/komu
- Tímabókanir
- Stöðu biðlista og tilvísana
- Síðustu rannsóknir
- Ofnæmisupplýsingar
- Meðferðir
- Fræðsluefni
- Tilkynningar

Hægt er líka að uppfæra hæð, þyngd og símanúmer og uppfæra eða skrá aðstandendaupplýsingar.
Á meðan dvalið er á spítala er hægt að skoða:

- Þróun lífsmarka
- Lyfjaupplýsingar
- Upplýsingar um ábyrga starfsmenn: ábyrgur læknir, hjúkrunarfræðingur á vakt, sjúkraliði á vakt
- Upplýsingar um fæði
- Hvað er framundan og hvað var gert: upplýsingar birtast í dagbókinni
- Upplýsingar um deildina

Appið gerir þér kleift að hafa samband við starfsfólk deildarinnar með því að senda skilaboð þegar þú dvelur á spítala.
Read more

Advertisement